Fram vann frekar fyrirhafnarlítinn sigur á slökum Stjörnustúlkum er liðin mættust í Safamýri í gær. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna.
Fram vann átta marka sigur, 38-30, og getur með sigri um helgina komist í úrslitarimmuna.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndir af látunum sem voru reyndar svo mikil á tíma að einn leikmanna kastaðist á hann. Vilhelm er ómeiddur sem og leikmaðurinn.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan.
Handbolti