Handbolti

Karen: Átti ekki von á svona stórum sigri

Hlynur Valsson í Safamýri skrifar
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm
Karen Knútsdóttir fór á kostum með Fram í kvöld er liðið vann stórsigur á Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Karen skoraði 10 mörk í leiknum og lék á alls oddi.

,,Við bjuggumst kanski ekki alveg við svona stórum sigri enda átt erfitt með þær í vetur. Við unnum þær með einu marki í báðum leikjunum og búnar að vera heppnar að fara með sigur af hólmi þeim viðureignum," sagði Karen.

 

,,En við vorum staðráðnar í að sýna hér í kvöld hvað við getum. Sigra sannfærandi og það tókst.“

 

,,Við byrjuðum leikinn mjög vel sóknarlega. Þegar þær voru að taka Stellu úr umferð þá opnaðist mikið fyrir okkur hinar, þó að vörnin væri kannski ekki alveg nógu góð í fyrri hálfleik þá small þetta allt saman í seinni. Við gátum verið að nota fleiri leikmenn.“

Næsti leikur liðanna frem fram á laugardaginn í Garðabænum þar sem Stjörnustúlkur eru komnar við bakið upp við vegg og verða að sigra.

,,Við vitum alveg hvað býr í þessu Stjörnuliði og þær koma til með að mæta brjálaðar til leiks á laugardaginn enda komnar með bakið upp við vegg en við stefnum að sjálfsögðu á sigur," sagði Karen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×