Umfjöllun: Öruggt hjá Fram gegn Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 30. mars 2011 21:31 Pavla Nevarilova skorar í kvöld. Mynd/Vilhelm Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson. Olís-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira