Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. apríl 2011 01:00 Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. AP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum. Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. McIlroy gerði engin mistök og fékk hann sjö fugla á hringnum. Quiros gerði enn betur og fékk 8 fugla og einn skolla. Woods fékk þrjá fugla á hringnum og tvo skolla, en hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Mickelson fékk þrjá fugla á fyrstu 15 holunum en hann fékk skolla á þeirri 18. Englendingurinn Lee Westwood sem er annar á heimslistanum er á pari vallar eða 72 höggum en Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er efstur á heimslistanum er eflaust að huga að heimferð á morgun því hann lék afar illa á fyrsta hringnum eða 78 höggum eða 6 höggum yfir pari. Svíinn Henrik Stenson er neðstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 83 höggum eða 11 höggum yfir pari vallar. Írinn Padraig Harrington er í tómu tjóni þessa dagana en hann lék á 77 höggum eða +5. Gamla brýnið Tom Watson verður ekki í baráttunni um sigurinn líkt og á Opna breska meistaramótinu árið 2009 en hann lék á 79 höggum. Englendingurinn Luke Donald sem sigraði á par 3 holu mótinu er ekki líklegur til þess að rjúfa hefðina og sigra á báðum mótunum – par 3 holu mótinu og Mastersmótinu. Það hefur aldrei gerst og Donald er 7 höggum á eftir efstu mönnum eftir að hafa leikið á pari á fyrsta hringnum.
Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira