Lokaumferðin í N1 deild karla: Fram hélt 3. sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2011 20:55 Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK-liðsins. Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku. Benedikt Reynir Kristinsson skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum í Digranesi og tryggði FH 29-27 sigur. HK hafði komið sér inn í leikinn með mögnuðum lokaspretti en gáfu eftir á lokasprettinum. FH var með frumkvæðið lengstum í leiknum, komst í 2-0, 7-4 og var 17-14 yfir í hálfleik. FH var síðan komið með fimm marka forskot, 25-20 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. HK skoraði þá sex mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 26-25. FH-ingar skoruðu hinsvegar þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér sigur en þeir voru öryggir með annað sætið. Deildarmeistarar Akureyrar unnu öruggan sigur á Fram fyrir norðan og komust því aftur á sigurbraut eftir tap fyrir Aftureldingu í síðasta leik á undan. Akureyri var 17-12 yfir í hálfleik og stakk af á lokakafla leiksins. Einar Örn Jónsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Haukar töpuðu 21-23 á móti hans gömlu félögum í Val á Ásvöllum. Einar skoraði tvö mörk í lokaleiknum en Anton Rúnarsson var markahæsti maður vallarins með átta mörk. Sebastian Alexanderson kvaddi Selfyssinga eftir margra ára farsælt starf í 26-24 sigri á móti Aftureldingu í Mosfellsbænum. Úrslit og markaskorarar í N1 deild karla í kvöld:Haukar-Valur 21-23 (8-13) Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Einar Örn Jónsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Einar Pétur Pétursson 1. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8, Sturla Ásgeirsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Valdimar Fannar Þórsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 1.HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín. Akureyri-Fram 35-26 (17-12)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Oddur Gretarsson 6, Daníel Einarsson 6, Heimir Örn Árnason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Hreinn Þór Hauksson 1.Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 5, Jóhann Karl Reynisson 5, Halldór Jóhann Sigfússon 4, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Matthías Daðason 2, Róbert Aron Hostert 2, Magnús Stefánsson 1, Einar Rafn Eiðsson 1, Jóhann Gunnar Einarsson 1, Hákon Stefánsson 1.Afturelding - Selfoss 24-26 (9-14) Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Fram hélt þriðja sætinu í N1 deild karla þrátt fyrir níu marka tap á Akureyri, 26-35, í lokaumferðinni í kvöld. HK átti möguleika á að ná Fram en tapaði með tveggja marka mun fyrir FH, 27-29 í Digranesi. Akureyri mætir HK í undanúrslitum úrslitakeppninnar en FH mætir Fram. Undanúrslitaeinvígin hefjast á fimmtudaginn eftir eina viku. Benedikt Reynir Kristinsson skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum í Digranesi og tryggði FH 29-27 sigur. HK hafði komið sér inn í leikinn með mögnuðum lokaspretti en gáfu eftir á lokasprettinum. FH var með frumkvæðið lengstum í leiknum, komst í 2-0, 7-4 og var 17-14 yfir í hálfleik. FH var síðan komið með fimm marka forskot, 25-20 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. HK skoraði þá sex mörk í röð og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 26-25. FH-ingar skoruðu hinsvegar þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér sigur en þeir voru öryggir með annað sætið. Deildarmeistarar Akureyrar unnu öruggan sigur á Fram fyrir norðan og komust því aftur á sigurbraut eftir tap fyrir Aftureldingu í síðasta leik á undan. Akureyri var 17-12 yfir í hálfleik og stakk af á lokakafla leiksins. Einar Örn Jónsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Haukar töpuðu 21-23 á móti hans gömlu félögum í Val á Ásvöllum. Einar skoraði tvö mörk í lokaleiknum en Anton Rúnarsson var markahæsti maður vallarins með átta mörk. Sebastian Alexanderson kvaddi Selfyssinga eftir margra ára farsælt starf í 26-24 sigri á móti Aftureldingu í Mosfellsbænum. Úrslit og markaskorarar í N1 deild karla í kvöld:Haukar-Valur 21-23 (8-13) Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 3, Jónatan Ingi Jónsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Björgvin Þór Hólmgeirsson 3, Sveinn Þorgeirsson 2, Einar Örn Jónsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Einar Pétur Pétursson 1. Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8, Sturla Ásgeirsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Valdimar Fannar Þórsson 2, Ernir Hrafn Arnarson 1.HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín. Akureyri-Fram 35-26 (17-12)Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 10, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Oddur Gretarsson 6, Daníel Einarsson 6, Heimir Örn Árnason 4, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Hreinn Þór Hauksson 1.Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 5, Jóhann Karl Reynisson 5, Halldór Jóhann Sigfússon 4, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Matthías Daðason 2, Róbert Aron Hostert 2, Magnús Stefánsson 1, Einar Rafn Eiðsson 1, Jóhann Gunnar Einarsson 1, Hákon Stefánsson 1.Afturelding - Selfoss 24-26 (9-14)
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira