Golf

Veðbankar hafa trú á Tiger fyrir Masters

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Sýnir Tiger Woods sinn fyrri styrk á Masters?
Sýnir Tiger Woods sinn fyrri styrk á Masters? Nordic Photos/Getty Images
Þrátt fyrir að Tiger Woods hafi verið langt frá sínu besta að undanförnu á golfvellinum þá virðast veðbankar hafa óbilandi trú á því að hann blandi sér í baráttuna um sigurinn í fyrsta risamóti ársins í golfinu, Masters mótinu sem hefst næsta fimmtudag.

Woods var fyrir helgina efstur hjá flestum veðbönkum hvað varðar sigur í Masters mótinu en nú hefur Phil Mickelson tekið efsta sætið hjá veðbönkum.

Woods, sem er einn sigursælasta kylfingur allra tíma, hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér eftir að upp komst stórfellt framhjáhald hans fyrir einu og hálfu ári. Besti árangur Woods í ár er 10. sætið á Cadillac Championship mótinu á Heimsmótaröðinni um miðjan síðasta mánuð.

Woods hefur fjórum sinnum staðið uppi sem sigurvegari á Masters mótinu og vonast til að bæta þeim fimmta við um næstu helgi. Alls hefur Woods unnið 14 risamót á ferlinum og stefnir að því að bæta met Jack Nicklaus sem vann alls 18 risamót á mögnuðum golfferli. Allir fjórir keppnisdagarnir frá Masters mótinu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hér má sjá stuðull SkyBet fyrir Masters mótið:

Phil Mickelson 13/2

Tiger Woods 10/1

Lee Westwood 14/1

Nick Watney 16/1

Martin Kaymer 18/1

Luke Donald 22/1

Justin Rose 25/1

Dustin Johnson 28/1

Rory McIlroy 28/1

Hunter Mahan 30/1

Padraig Harrington 33/1

Matt Kuchar 33/1

Paul Casey 33/1

Bubba Watson 33/1

Graeme Mcdowell 35/1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×