Umfjöllun: Valur í úrslit eftir öruggan sigur gegn Fylki Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2011 17:21 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir á milli þeirra Sunnu Maríu Einarsdóttur, til vinstri, og Sunnu Jónsdóttur, til hægri. Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5 Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira