Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 2. apríl 2011 15:32 Karen Knútsdóttir var hetja Framara í dag. Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Olís-deild kvenna Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira