FH-ingar buðu upp á hreint glæsilega umgjörð í kringum leik FH og Hauka í gærkvöldi. Svo góða að forsetahjónin mættu í stemninguna.
Herbert Guðmundsson tók einnig lagið fyrir leik og svona mætti áfram telja en það voru uppákomur á hverju horni.
Fyrir leik var einnig mikil stemning og Viggó Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfari, sá um að grilla ofan í svangan mannskapinn ásamt syni sínum, Jóni Gunnlaugi, sem þjálfar kvennalið FH.
Feðgarnir þóttu standa sig vel á grillinu.
