Afturelding mun leika til úrslita um laust sæti í N1-deild karla næsta vetur en oddaleik þarf á milli Stjörnunnar og ÍR um hvort liðið mætir Mosfellingum í úrslitum.
Leikir tvo í umspilinu í kvöld voru æsispennandi. Stjarnan marði sigur á ÍR í leik þar sem lítið er skorað á meðan Afturelding vann einnig nauman sigur á ÍBV og rimmu liðanna því 2-0.
Tvo sigra þarf síðan í úrslitaeinvíginu.
Úrslit kvöldsins:
Stjarnan-ÍR 18-17 (8-7)
Mörk Stjörnunnar: Tandri Konráðsson 6, Eyþór Magnússon 4, Finnur Jónsson 3, Jón Arnar Jónsson 3, Vilhjálmur Halldórsson 2.
Mörk ÍR: Davíð Georgsson 3, Sigurður Magnússon 3, Jónatan Vignisson 3, Ágúst Birgisson 2, Hreiðar Haraldsson 2, Jón Bjarki Oddsson 1, Halldór Hinriksson 1, Þorgrímur Ólafsson 1, Guðni Kristinsson 1.
ÍBV-Afturelding 22-23
Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 9, Gísli Jón Þórisson 4, Vignir Stefánsson 4, Sindri Ólafsson 1, Einar Gauti Ólafsson 1, Leifur Jóhannesson 1, Svavar Vignisson 1, Theodór Sigurjónsson 1.
Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 7, Arnar Freyr Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 3, Þrándur Gíslason 2, Jóhann Jóhannsson 2, Jón Andri Helgason 2, Ásgeir Jónsson 1, Sverrir Hermannsson 1.
