Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 16. apríl 2011 18:22 Ólafur Bjarki átti frábæran leik fyrir HK. Mynd/Stefán HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6) Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6)
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira