Stefán Arnarson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, komst í hóp með þeim Theódóri Guðfinnssyni og Aðalsteini Jónssyni í gær þegar hann gerði Valsliðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð. Valur tryggði sér titilinn með sigri á Fram í vítakeppni í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni.
Þetta eru nú einu þjálfararnir í sögu úrslitakeppni kvenna sem hafa unnið tvær úrslitakeppnir í röð en fyrsta úrslitakeppnin fór fram árið 1992 og á árunum 2006 til 2008 fór engin úrslitakeppni fram.
Theódór Guðfinnsson gerði Víkinga að Íslandsmeisturum 1993 og 1994 en árið á undan hafði Gústaf Adolf Björnsson stýrt Víkingsstelpum til sigurs í fyrstu úrslitakeppninni. Víkingur vann Stjörnuna í úrslitum öll þessi þrjú ár.
Aðalsteinn Jónsson gerði Stjörnukonur að Íslandsmeisturum 1998 og 1999, 1998 vann Stjörnuliðið sigur á Haukum í oddaleik en árið eftir vann liðið FH 3-0 í lokaúrslitunum.
Það voru því liðin tólf ár í gær frá því að þjálfari vann tvær úrslitakeppnir í röð í kvennahandboltanum. Valur hefur unnið Fram bæði þess ár, vann 3-1 sigur í úrslitaeinvíginu í fyrra og 3-0 sigur í ár.
Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson gerði Stjörnuna að Íslandsmeisturum tvö ár í röð, 2007-2008, en bæði þessi tímabil var engin úrslitakeppni.
Stefán aðeins sá þriðji sem vinnur tvær úrslitakeppnir í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn