Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni Elvar Geir Magnússon í Vodafone-höllinni skrifar 13. apríl 2011 21:44 Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik. Framkonur þurfa því fjórða árið í röð að gera sér silfrið að góðu. Valskonur byrjuðu leikinn betur en Framliðið var lengur í gang. Leikurinn var gjörólíkur fyrri tveimur leikjum þessara liða í úrslitunum og öll skot virtust inni. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Val en í fararbroddi var Hrafnhildur Skúladóttir. Varnarleikur beggja liða í hálfleiknum var arfaslakur og markvarslan í lágmarki. Þjálfararnir hafa farið yfir vörnina yfir te-bollanum í hálfleik því sá þáttur batnaði mikið í seinni hálfleiknum og markvarslan kom þá með. Grimmdin og ákveðnin hjá þeim bláklæddu var talsvert meiri en í leikjunum á undan og þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan hnífjöfn 21-21. Mikill hávaði var í húsinu, þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Vals enda bikar í sjónmáli. Mikil spenna var í lokin. Þegar 15 sekúndur voru eftir fékk Kristín Guðmundsdóttir ansi umdeilda brottvísun í Valsliðinu en staðan var þá 27-26. Birna Berg Haraldsdóttir jafnaði svo 27-27 þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Sá tími dugði Val ekki til að skora svo framlengja þurfti leikinn. Spennan hélt áfram og í lokin á framlengingunni varði Íris Björk Símonardóttir frá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur. Staðan að lokinni framlengingu var staðan 31-31 og því þurfti aðra framlengingu til að knýja fram úrslitin. Á þeim tíu mínútum sem önnur framlengingin tók náðu liðin aðeins að skora eitt mark hvor. 32-32 og því þurfti að grípa til vítakastkeppni. Eitthvað sem fréttaritari hafði aldrei séð með eigin augum.Vítakastkeppnin: 1-0 Anett Köbli skorar fyrir Val 1-0 Guðný Jenný Ásmundsdóttir ver frá Stellu Sigurðardóttur 2-0 Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 2-1 Birna Berg Haraldsdóttir skorar fyrir Fram 3-1 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 3-2 Ásta Birna Gunnarsdóttir skorar fyrir Fram 4-2 Kristín Guðmundsdóttir skorar fyrir Val 4-3 Sigurbjörg Jóhannsdóttir skorar fyrir Fram 5-3 Hrafnhildur Skúladóttir skorar fyrir Val Valur - Fram 37-35 (32-32, 31-31, 27-27, 18-15)Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2 (16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guðmundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 7.Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3 , Anna Úrsúla, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla, Rebekka Rut, Íris Ásta)Brottvísanir: 10 mínúturMörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2 (19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira