Umfjöllun: Akureyringar komnir út í horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2011 21:45 Mynd/Vilhelm FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira