Umfjöllun: Akureyringar komnir út í horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 29. apríl 2011 21:45 Mynd/Vilhelm FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
FH er í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sigur á heimavelli í kvöld, 28-26. Staðan er því 2-0, FH-ingum í vil. Akureyri er ríkjandi deildarmeistari og áttu sjálfsagt fáir von á því að FH myndi eiga von á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn strax í þriðju viðureigninni. Sú er engu að síður staðan. FH gaf tóninn snemma leiks með góðum varnarleik og marvörslu og komst yfir, 7-3, eftir tíu mínútna leik. En þá hrukku Akureyringar í gang og svöruðu með fimm mörkum í röð. Sveinbjörn Pétursson fór að verja vel í markinu og þá virtist sem svo að þeir ætluðu að taka völdin í leiknum og stinga af. Þá tóku FH-ingar við sér, jöfnuðu metin og komust yfir. Þannig gekk þetta á víxl allan leikinn þar til um fimm mínútur voru eftir. Þá jöfnuðu Akureyringar í síðasta sinn og FH komst tveimur mörkum yfir. Gestirnir að norðan fengu reyndar möguleika til að jafna aftur metin á lokasekúndunum. Þá fékk Heimir Örn Árnason galopið dauðafæri á línunni en skaut fram hjá. FH hélt í lokasóknina og skoraði úr henni, rétt áður en leiktíminn rann út. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti stórleik í kvöld sem og leikstjórnandinn Ásbjörn Friðriksson. Þó voru lykilmenn í báðum liðum sem áttu lengst af erfitt uppdráttar og munar um minna, sérstaklega fyrir Akureyringa. Oddur Gretarsson lét þó ekki sitt eftir liggja í kvöld og dró vagninn fyrir gestina. Hann skoraði alls tólf mörk, þar af átta í síðari hálfleik og var frammistaða hans helsta ástæðan fyrir því að FH-ingar náðu aldrei að klára leikinn fyrr en í blálokin. Sveinbjörn Pétursson markvörður sýndi einnig fína takta í markinu en fleiri í liði Akureyrar þurfa að stíga upp þegar mest á reynir. Akureyringar hafa þó margoft sýnt áður að þeir gefast ekki svo auðveldlega upp og munu sjálfsagt leggja allt í sölurnar á heimavelli á sunnudaginn. FH-ingar eru þó í lykilstöðu í þessari baráttu og ljóst að mikið þurfi til að breyta því. Leikurinn í kvöld fær ekki háa einkunn fyrir fallegan handbolta eða sterkan varnarleik. En skemmtilegur var hann og spennandi sem skiptir oft meira máli í úrslitakeppninni. FH - Akureyri 28 - 26 (15 - 14)Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/2 (10/2), Baldvin Þorsteinsson 6 (8), Ólafur A. Guðmundsson 6 (11), Ólafur Gústafsson 3 (5), Halldór Guðjónsson 2 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkason 1 (5), Ari M. Þorgeirsson (2).Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 21/1 (47/3, 45%).Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 5).Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi 1, Ari M. 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/2 (14/2), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Bjarni Fritzson 4 (10/1), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Jón Heiðar Sigurðsson (1), Hörður Fannar Sigþórsson (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (42/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Bjarni 2, Oddur 2, Hreinn Þór 1, Guðmundur Hólmar 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1).Fiskuð víti: 3 (Hörður Fannar 2, Heimir Örn 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira