HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær.
Dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mátu það svo eftir leikinn að brotið félli ekki undir þá skilgreiningu að Guðmundur hefði hindrað að andstæðingurinn fengi upplagt marktækifæri og hefði beitt grófri óíþróttamannslegri hegðun.
Ef þeir hefðu gert það hefðu þeir skilað inn svokallaðri agaskýrslu um atvikið. Það hefði þýtt sjálfkrafa bann.
Anton og Hlynur höfðu til klukkan níu í morgun til að skila skýrslunni en ákváðu eftir að hafa skoðað atvikið nánar að sleppa því að skila inn skýrslunni.
Guðmundur Hólmar sleppur því með skrekkinn og er löglegur í næsta leik liðanna á föstudag.
Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

