Tiger Woods mun snúa aftur á golfvöllinn og keppa í Players Championship-mótinu sem hefst á fimmtudaginn næstkomandi.
Woods keppti ekki á móti í þessari viku þar sem hann sagðist eiga við smávægileg meiðsli í hné að stríða.
Talsmaður PGA-mótaraðarinnar staðfesti hins vegar að Woods væri skráður til leiks á mótinu sem hann vann árið 2001.
Honum virðist líða vel á mótinu þar sem Players-mótið er það sem hann hefur oftast endað í einu af 20 efstu sætunum.
