Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun. Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári síðan en segir að hugsunarháttur leikmanna hafi ekki verið vel til þess fallinn að ná árangri. „Ég var ekki sáttur við þankaganginn í leikmannahópnum og þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinna herbúða - gildi sem eru vænlegri til árangurs heldur en þau sem eru til staðar núna." „Ég reyndi að breyta hugsunarhættinum en það gekk því miður ekki. Og það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa til í leikmannahoópnum. Fá inn leikmenn sem eru með meiri karakter og sigurvilja." Fram byrjaði vel á tímabilinu en það kom slæmur kafli eftir áramót. Reynir segir að það eigi sínar skýringar. „Þegar okkur gekk vel fyrir áramót voru engin vandamál. En mér fannst liðið slaka á í kringum áramótin og ég horfði upp á leikmenn gera einmitt það. Ég var undir það búinn að við myndum mæta verri til eftir áramót sem varð svo raunin." Hann segir að leikurinn gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar hafi verið ákveðinn vendipunktur. „Við töpuðum þeim leik í framlengingu og þá fannst mér örla á því að það væru ýmsir fingur að beinast að mér og mínum störfum." „En auðvitað get ég líka tekið ýmislegt á mig. Það er margt sem ég hefði getað gert betur og mun ég læra af því." Reynir segir að hugarfar leikmanna sé gríðarlega mikilvægt ætli þeir sér að ná árangri. „Leikmaður eins og Ólafur Guðmundsson hjá FH er gott dæmi. Ef þú ætlar að verða meistari þá verður þú að geta tekið mótlæti. Það er ákveðin kúnst sem mér fannst við alls ekki nógu góðir í í vetur," segir Reynir en Ólafur og félgar hans í FH urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það var einmitt FH sem sló út Fram í úrslitakeppninni í vor. Hann segir óljóst hvað taki við hjá sér. „Ég ætla að skoða mín mál og fara yfir það sem ég hefði getað gert betur enda er ég mjög gagnrýninn á sjálfan mig. Ég mun svo skoða hvaða möguleikar standa mér til boða." Rætt verður við Reyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem og í Fréttablaðinu á morgun.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira