Viltu vinna veiðileyfi? Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2011 11:04 www.svfr.is Við ætlum að fara í smá leik með ykkur kæru lesendur. Núna í allt sumar og eitthvað fram á haustið ætlum við að hvetja ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðimyndir og frásagnir af veiðitúrum til okkar á Veiðivísi. Við ætlum að draga úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í vinning er veiðileyfi á eitthvað skemmtilegt veiðisvæði. Ef þú vilt taka þátt, sendu okkur línu um veiðiferðina þína og endilega láttu myndir fljóta með. Í vinnings fyrir þessa fyrstu getraun er veiðileyfi uppá 2 stangir í Baugstaðarós/Vola á miðsvæðinu sem heitir Tungubár. Hér eru helstu upplýsingar um svæðið af vef SVFR: "Vatnasvæðið er um 11 km langt eða frá gömlu brúnni við Bár í nágrenni Selfoss að brúnni við veiðihúsið í Tungu skammt austan Stokkseyrar. Gott veiðikort er af svæðinu með vegamerkingum og bæjarnöfnum svo vel má átta sig á aðkomu að svæðinu og einstaka veiðistöðum. Á bakhlið veiðikortsins er að finna greinargóða lýsingu á öllum helstu veiðistöðum á svæðinu.Fluguveiði er vaxandi á þessu svæði sem annarsstaðar í læknum á kostnað maðksins sem þó gefur oft góðan afla. Sjóbirtingur er aðall svæðisins en hann er kominn á svæðið fljótlega eftir að hans verður vart í ósnum. Þá fást venjulega nokkrir laxar á hverju sumri. Svæðið gefur meiri afla en skýrslur sýna því ekki er veiðibók á svæðinu en ekki næst í nema hluta veiðimanna til að fá upplýsingar um veiði". Vinningurinn er eins og áður segir 2 stangir 8. júní í boði SVFR. Sendið okkur ykkar veiðifréttir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði
Við ætlum að fara í smá leik með ykkur kæru lesendur. Núna í allt sumar og eitthvað fram á haustið ætlum við að hvetja ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðimyndir og frásagnir af veiðitúrum til okkar á Veiðivísi. Við ætlum að draga úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í vinning er veiðileyfi á eitthvað skemmtilegt veiðisvæði. Ef þú vilt taka þátt, sendu okkur línu um veiðiferðina þína og endilega láttu myndir fljóta með. Í vinnings fyrir þessa fyrstu getraun er veiðileyfi uppá 2 stangir í Baugstaðarós/Vola á miðsvæðinu sem heitir Tungubár. Hér eru helstu upplýsingar um svæðið af vef SVFR: "Vatnasvæðið er um 11 km langt eða frá gömlu brúnni við Bár í nágrenni Selfoss að brúnni við veiðihúsið í Tungu skammt austan Stokkseyrar. Gott veiðikort er af svæðinu með vegamerkingum og bæjarnöfnum svo vel má átta sig á aðkomu að svæðinu og einstaka veiðistöðum. Á bakhlið veiðikortsins er að finna greinargóða lýsingu á öllum helstu veiðistöðum á svæðinu.Fluguveiði er vaxandi á þessu svæði sem annarsstaðar í læknum á kostnað maðksins sem þó gefur oft góðan afla. Sjóbirtingur er aðall svæðisins en hann er kominn á svæðið fljótlega eftir að hans verður vart í ósnum. Þá fást venjulega nokkrir laxar á hverju sumri. Svæðið gefur meiri afla en skýrslur sýna því ekki er veiðibók á svæðinu en ekki næst í nema hluta veiðimanna til að fá upplýsingar um veiði". Vinningurinn er eins og áður segir 2 stangir 8. júní í boði SVFR. Sendið okkur ykkar veiðifréttir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði