Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2011 12:22 Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Söluskrá SVFR Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði
Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi. Um árabil hefur starfsfólk Veiðimálastofnunar vaktað laxastofna Gljúfurár, en með tilkomu teljara í ánni er nú hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um göngu lax- og silungs. Samkvæmt teljara gengu 550 laxar upp fyrir teljarann og veiddust 271 þeirra. Tiu laxar fengust að auki neðan laxateljara. Athygli vekur að laxagöngur í Gljúfurá aukast samfara vatnsmagni Norðurár, og virðist forsendan fyrir góðum göngum vera sú að nægt vatn sé fyrir hendi í Norðurá, en árnar sameinast við Flóðatanga. Sé laxateljarinn borinn saman við vatnsmagn má sjá augljós tengsl þar á milli. Athygli vekur mikil sjóbirtingsgengd í Gljúfurá eftir að veiðitíma lýkur. Í lok september og í október er talsvert að ganga af sjógengnum urriða, en sökum þess hversu seint sá fiskur gengur þá mælist veiðiálag á þann stofn aðeins 4%! Þess má geta að samkvæmt seiðamælingum er laxastofn Gljúfurár í mjög góðu horfi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Veiði Söluskrá SVFR Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði