Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni.
Le Golf National völlurinn þykir ægifagur þar sem að vatnshindranir leika aðalhlutverkið á seinni níu holunum. Völlurinn þykir henta vel fyrir keppnina þar sem að aðstaða fyrir áhorfendur utan brautar er fyrsta flokks.
Keppt var í fyrsta sinn á meginlandi Evrópu árið 1997 þegar Ryderkeppnin fór fram á Valderama á Spáni. Þar var Seve Ballesteros fyrirliði Evrópuliðsins sem fagnaði sigri. Ballesteros lést á dögunum eftir erfið veikindi en margir áttu von á því að Spánverjar myndu fá keppnina vegna fráfalls eins þekktasta kylfings sögunnar.
Evrópumótaröðin mun líklega heiðra minningu Ballesteros með þeim hætti að breyta merki mótaraðarinnar þar sem að hinn þekkti Harry Vardon er fyrirmyndin og verður mynd af Ballesteros sett í staðinn.
Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018

Mest lesið



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn

