Handknattleiksdeild Fram hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem tilkynnt verður um nýjan þjálfara karlaliðs félagsins.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er nýr þjálfari karlaliðsins Einar Jónsson.
Einar hefur verið þjálfari kvennaliðs félagsins undanfarin ár og einnig verið aðstoðarþjálfari karlaliðsins.
