Laus stöng í Laxá í Dölum 10. maí 2011 00:01 Rafn Hafnfjörð Vegna forfalla er auglýst á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur laus stöng í laxá í Dölum á góðum tíma. Þetta er á "fly only" tímanum í ánni og á dögum sem undanfarin ár hafa verið með þeim bestu, þannig að í boði er prime time og það gerist ekki oft í þessari nafntoguðu á. Dagsetningin er 12. til 14. ágúst og veitt er í hálfan heilan og hálfan dag. Áin skilaði 1762 löxum á land í fyrra sem þykir frábær veiði á alla mælikvarða, og það þrátt fyrir að hafa glímt við vatnsleysi stórann part af sumrinu í fyrra. Þeir sem hafa áhuga á leyfinu ættu að setja sig í samband við hann Harald hjá Svfr. halli@svfr.is Annars tala veiðimenn um að vatnsstaðan núna sé betri en í fyrra og þess vegna mikil tilhlökkun fyrir opnunum laxveiðiánna núna í júní. Maí var afskaplega þurr í fyrra og það lagði línurnar fyrir sumrinu sem var eitt það þurrasta á landinu í áratugi. Menn fagna því rigningu og snjókomu á hálendinu þessa dagana og ég reikna með að flestir þeirra sem eiga bókuð leyfi í sumar brosi út í annað þegar það rignir í sumar, þakklátir fyrir að fá árnar nærri kjörvatni en ekki vatnslausar eins og í fyrra. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Vegna forfalla er auglýst á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur laus stöng í laxá í Dölum á góðum tíma. Þetta er á "fly only" tímanum í ánni og á dögum sem undanfarin ár hafa verið með þeim bestu, þannig að í boði er prime time og það gerist ekki oft í þessari nafntoguðu á. Dagsetningin er 12. til 14. ágúst og veitt er í hálfan heilan og hálfan dag. Áin skilaði 1762 löxum á land í fyrra sem þykir frábær veiði á alla mælikvarða, og það þrátt fyrir að hafa glímt við vatnsleysi stórann part af sumrinu í fyrra. Þeir sem hafa áhuga á leyfinu ættu að setja sig í samband við hann Harald hjá Svfr. halli@svfr.is Annars tala veiðimenn um að vatnsstaðan núna sé betri en í fyrra og þess vegna mikil tilhlökkun fyrir opnunum laxveiðiánna núna í júní. Maí var afskaplega þurr í fyrra og það lagði línurnar fyrir sumrinu sem var eitt það þurrasta á landinu í áratugi. Menn fagna því rigningu og snjókomu á hálendinu þessa dagana og ég reikna með að flestir þeirra sem eiga bókuð leyfi í sumar brosi út í annað þegar það rignir í sumar, þakklátir fyrir að fá árnar nærri kjörvatni en ekki vatnslausar eins og í fyrra.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði