Kóreumaðurinn K.J. Choi sigraði á Players meistaramótinu á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi í gær á TPC Sawgrass vellinum. Choi hafði betur í bráðabana gegn David Toms frá Bandaríkjunum. Þeir hófu leik í bráðabananum á einkennisholu vallarins, 17. braut, sem er par 3 hola og er vatn allt í kringum flötina. Toms þrípúttaði á 17. flöt og fékk skolla en Choi gerði engin mistök og fékk par.
Lokastaðan:
Choi hafði fyrir mótið ekki sigrað á PGA móti í þrjú ár lék hringina fjóra á -13 líkt og Toms. Norður-Írinn Graeme McDowell var efstur með eitt högg í forskot í upphafi lokadagsins en hann lék hrikalega illa á lokahringnum eða 79 höggum. Þetta var áttundi sigur Choi á PGA mótaröðinni.
Paul Goydos frá Bandaríkjunum varð þriðji og Nick Watney frá Bandaríkjunum og Englendingurinn Luke Donald deildu fjórða sætinu.
Choi hafði betur gegn Toms í bráðabana á Players
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti