Lax í Elliðaám 10. maí 2011 00:01 Svæði í Austurkvísl sem fyrir árið 1999 fór á þurrt hluta úr ári en nýtur nú vatnsrennslis árið um kring. Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám. Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árnason, starfsmenn Veiðimálastofnunar, eru höfundar greinarinnar sem fjallar um aðferðir og árangur við að endurheimta uppeldissvæði fyrir laxfiska í Austur- og Vesturkvíslinni, neðan við Árbæjarlón. Orkuveita Reykjavíkur hóf raforkuframleiðslu í Elliðaárrafstöðinni árið 1921. Með byggingu og rekstri stöðvarinnar varð mikil breyting á rennslisháttum Elliðaánna sem aftur hafði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á lífríkið, þar með talda stofna laxfiska í Elliðaánum. Mesta breytingin á rennsli varð á árkaflanum neðan við Árbæjarstíflu, þ.e. í Vesturkvísl allri og í Austurkvísl frá stíflu niður að rafstöð. Árið 1999 var ákveðið að viðhalda lágmarksrennsli á umræddum hlutum Elliðaáa sem áður höfðu verið þurrir yfir veturinn meðan á raforkuframleiðslu stóð. Laxaseiðum af Elliðaárstofni, sem alin voru í eldisstöð, var dreift á þessi svæði eftir að vatn komst á og síðan fylgdust starfsmenn Veiðimálastofnunar með viðgangi seiðanna sem og landnámi náttúrulegs lax. Strax ári síðar kom í ljós að eldisseiðin lifðu af á þessum svæðum. Náttúrulegt klak kom í kjölfarið og þeim seiðum fjölgaði næstu árin. Nú er svo komið að seiðaþéttleiki á þessum svæðum er sambærilegur við önnur svæði í ánum neðan Elliðavatns. Þessi umræddu svæði, sem áður voru þurr, eru um 15% af botnfleti ánna. Þar hefur lífríkið náð sér á strik og framleiðsla laxaseiða í hlutfalli við stærð svæðisins. Þetta verkefni er eitt af fjölmörgum verkefnum sem Veiðimálastofnun hefur unnið að í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila, til að vernda og byggja upp laxastofn Elliðaánna. Nánar má lesa um þetta verkefni í greininni í Náttúrufræðingnum. Frétt af veidimal.is. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði
Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám. Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árnason, starfsmenn Veiðimálastofnunar, eru höfundar greinarinnar sem fjallar um aðferðir og árangur við að endurheimta uppeldissvæði fyrir laxfiska í Austur- og Vesturkvíslinni, neðan við Árbæjarlón. Orkuveita Reykjavíkur hóf raforkuframleiðslu í Elliðaárrafstöðinni árið 1921. Með byggingu og rekstri stöðvarinnar varð mikil breyting á rennslisháttum Elliðaánna sem aftur hafði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á lífríkið, þar með talda stofna laxfiska í Elliðaánum. Mesta breytingin á rennsli varð á árkaflanum neðan við Árbæjarstíflu, þ.e. í Vesturkvísl allri og í Austurkvísl frá stíflu niður að rafstöð. Árið 1999 var ákveðið að viðhalda lágmarksrennsli á umræddum hlutum Elliðaáa sem áður höfðu verið þurrir yfir veturinn meðan á raforkuframleiðslu stóð. Laxaseiðum af Elliðaárstofni, sem alin voru í eldisstöð, var dreift á þessi svæði eftir að vatn komst á og síðan fylgdust starfsmenn Veiðimálastofnunar með viðgangi seiðanna sem og landnámi náttúrulegs lax. Strax ári síðar kom í ljós að eldisseiðin lifðu af á þessum svæðum. Náttúrulegt klak kom í kjölfarið og þeim seiðum fjölgaði næstu árin. Nú er svo komið að seiðaþéttleiki á þessum svæðum er sambærilegur við önnur svæði í ánum neðan Elliðavatns. Þessi umræddu svæði, sem áður voru þurr, eru um 15% af botnfleti ánna. Þar hefur lífríkið náð sér á strik og framleiðsla laxaseiða í hlutfalli við stærð svæðisins. Þetta verkefni er eitt af fjölmörgum verkefnum sem Veiðimálastofnun hefur unnið að í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri aðila, til að vernda og byggja upp laxastofn Elliðaánna. Nánar má lesa um þetta verkefni í greininni í Náttúrufræðingnum. Frétt af veidimal.is.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði