Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu. Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu.
Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira