Ný glær flotlína frá Airflo Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2011 15:52 Nýja Ridge Clear flotlínan frá Airflo Veiðimenn eru nýjungagjarnir og taka þróun í veiðivörum vel. Þróun í línum fyrir flugustangir er mikil og á hverju ári koma fram línur sem þykja skara framúr í eiginleikum og það er oft ótrúlegur munur á milli ára hjá framleiðendum. Nýja glæra flotlínan frá Airflo, Ridge Clear, sem Vesturröst hefur til sölu er frábær til nota í litlu vatni og sól. Hún er líka mjúk og flækist því síður. Að sögn Ingólfs Kolbeinssonar í Vesturröst er þessi lína þróuð í fjórum heimshlutum af nokkrum færustu veiðimönnum heims. Línan flýtur vel og auðvelt er að kasta henni vegna þess að hún hefur rákáferð sem þýðir lágmarks viðnám í stangarlykkjunum. Þegar árnar eru litlar og glærar sem gler er tilvalið að nota svona línu því þær eru nánast ósýnilegar í vatninu og fiskar sjá þær mjög illa. Ingólfur segir ennfremur að tilbúnar soðnar lykkjur geri það að verkum að vatn komist ekki inn að kjarna línunnar og því haldi línan floteiginleikunum allan sinn líftíma. Stangveiði Mest lesið Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði
Veiðimenn eru nýjungagjarnir og taka þróun í veiðivörum vel. Þróun í línum fyrir flugustangir er mikil og á hverju ári koma fram línur sem þykja skara framúr í eiginleikum og það er oft ótrúlegur munur á milli ára hjá framleiðendum. Nýja glæra flotlínan frá Airflo, Ridge Clear, sem Vesturröst hefur til sölu er frábær til nota í litlu vatni og sól. Hún er líka mjúk og flækist því síður. Að sögn Ingólfs Kolbeinssonar í Vesturröst er þessi lína þróuð í fjórum heimshlutum af nokkrum færustu veiðimönnum heims. Línan flýtur vel og auðvelt er að kasta henni vegna þess að hún hefur rákáferð sem þýðir lágmarks viðnám í stangarlykkjunum. Þegar árnar eru litlar og glærar sem gler er tilvalið að nota svona línu því þær eru nánast ósýnilegar í vatninu og fiskar sjá þær mjög illa. Ingólfur segir ennfremur að tilbúnar soðnar lykkjur geri það að verkum að vatn komist ekki inn að kjarna línunnar og því haldi línan floteiginleikunum allan sinn líftíma.
Stangveiði Mest lesið Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði