Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2011 10:44 Kleifarvatn Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur. En hér kemur sagan frá Ólafi Darra Hermannsyni og hann er hér með kominn í veiðipottinn sem við drögum úr 1. júní úr innsendum veiðifréttum.Flottir fiskar úr Kleifarvatni"Við fórum tveir félagar úr Grindavík í stutt ferðalag yfir í Kleifarvatn. Ég hef reynt við þetta vatn hátt í 20 sinnum á síðustu 2 árum og hafði aldrei fengið fisk þarna. En við komum ferskir um hálf 2 leytið að hádegi í frábæru veðri og það var allt morandi í fisk. Reyndar frekar langt úti á vatninu en samt alveg slatti nálægt okkur líka. Stanslaust að koma upp og grípa flugur. Við enduðum daginn með 8 fína fiska í heildina og misstum sitthvorn. Ég mína alla á þrjár mismunandi flugur en vinur minn sína á spún. Loksins sigraði ég Kleifarvatnið! Kominn tími til!" Þið getið sent okkur veiðifréttir á kalli@365.is Stangveiði Mest lesið Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði
Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur. En hér kemur sagan frá Ólafi Darra Hermannsyni og hann er hér með kominn í veiðipottinn sem við drögum úr 1. júní úr innsendum veiðifréttum.Flottir fiskar úr Kleifarvatni"Við fórum tveir félagar úr Grindavík í stutt ferðalag yfir í Kleifarvatn. Ég hef reynt við þetta vatn hátt í 20 sinnum á síðustu 2 árum og hafði aldrei fengið fisk þarna. En við komum ferskir um hálf 2 leytið að hádegi í frábæru veðri og það var allt morandi í fisk. Reyndar frekar langt úti á vatninu en samt alveg slatti nálægt okkur líka. Stanslaust að koma upp og grípa flugur. Við enduðum daginn með 8 fína fiska í heildina og misstum sitthvorn. Ég mína alla á þrjár mismunandi flugur en vinur minn sína á spún. Loksins sigraði ég Kleifarvatnið! Kominn tími til!" Þið getið sent okkur veiðifréttir á kalli@365.is
Stangveiði Mest lesið Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði 45 fiskar á land við opnun Varmár Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út Veiði