Gróska í veiðiþáttum í sumar 26. maí 2011 09:49 Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport. Einnig hefur frést að tvíburarnir Gunni og Ási Helgasynir séu að gera aðra seríu, en það er samkvæmt okkar heimildum ekki komið nafn á hana ennþá. En í þessari þáttaröð ætla bræðurnir að eltast við stórlaxa. Við reiknum með að sú þáttaröð verði sýnd á Skjá Einum eins og sú fyrri. það verður sem sagt nóg af veiðiþáttum til að horfa á í vetur. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport. Einnig hefur frést að tvíburarnir Gunni og Ási Helgasynir séu að gera aðra seríu, en það er samkvæmt okkar heimildum ekki komið nafn á hana ennþá. En í þessari þáttaröð ætla bræðurnir að eltast við stórlaxa. Við reiknum með að sú þáttaröð verði sýnd á Skjá Einum eins og sú fyrri. það verður sem sagt nóg af veiðiþáttum til að horfa á í vetur.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði