Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð.
"Ég er að gera allt sem ég get til þess að verða klár í slaginn. Læknarnir segja að ég ætti að verða tilbúinn og vonandi gengur það eftir," sagði Tiger sem er að glíma við meiðsli á hné og ökkla.
Kylfingurinn er enn á hækjum sem stendur og segist vera í betra ástandi en 2008 þegar hann vann mótið fótbrotinn.
"Ástandið er sem betur fer ekki svona slæmt núna. Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli eins og sumir fjölmiðlar hafa sagt."
