Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar og landsliðsmaður í handbolta, mun ekki vita fyrr en á föstudag hvort hann fái tilboð frá þýskum úrvalsdeildarfélögum.
Bæði Wetzlar og Grosswallstadt hafa verið með Odd undir smásjánni í talsverðan tíma en eru að taka sér drjúgan tíma í að gera honum tilboð.
"Þetta er orðið pínu pirrandi. Ég er búinn að bíða ansi lengi eftir svörum og verð víst að bíða aðeins lengur," sagði Oddur við Vísi í dag.
Ef hann fær ekkert tilboð þá er hann meira en til í að taka einn vetur í viðbót með Akureyri enda ætlar félagið sér stóra hluti á næstu leiktíð.
Oddur fær engin svör fyrr en á föstudag
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn




Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn