HK fékk til sín tvo efnilega handboltamenn um helgina þegar Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson og ÍR-ingurinn Arnór Freyr Stefánsson ákváðu að semja við HK. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Tandri, sem er gríðarlega öflug skytta, kemur úr Stjörnunni þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana. Tandri fór fyrir liði Stjörnunnar í 1 deildinni i vetur og var markahæsti leikmaður liðsins og næst markahæstur í 1 deildinni með 128 mörk í 16 leikjum.
Arnór er markmaður og kemur frá ÍR. Arnór er einn efnilegasti markmaður landsins og hefur verið fastamaður í marki U-21 landsliðsins undanfarin ár.
Tveir efnilegir til HK í handboltanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
