Golf

Gosið setti fyrsta unglingamótið úr skorðum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Verðlaunahafar í keppni drengja 14 ára og yngri: Elís Rúnar Elísson (GKj.), Gísli Sveinbergsson (GK) og  Óðinn Þór Ríkharðsson (GKG).
Verðlaunahafar í keppni drengja 14 ára og yngri: Elís Rúnar Elísson (GKj.), Gísli Sveinbergsson (GK) og Óðinn Þór Ríkharðsson (GKG). Mynd/golf.is
Fyrsta mótið á unglingamótaröð Arionbanka og GSÍ fór fram á Strandavelli á Hellu um helgina en ekki tókst að ljúka keppni í öllum flokkum vegna atburða við Grímsvötn. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli mælti með því að mótinu yrði frestað vegna öskufoks á golfvellinum. Gríðarlegt rok var á Strandavelli báða keppnisdagana og hitastigið var ekki hátt en þrátt fyrir erfiðar aðstæður náðu margir kylfingar frábæru skori. Næsta mót á unglingamótaröðinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru helgina 4.-5. júní.

Kylfingar í flokkum stráka 14 ára og yngri og drengja 15-16 ára náðu að ljúka keppni á öðrum keppnisdegi áður en mótinu var aflýst.

Stelpur 14 ára og yngri.

1 . Ragnhildur Kristinsdóttir GR 79 högg.

2 . Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 90 högg.

3 . Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 91 högg.

Strákar 14 ára og yngri.

1 . Gísli Sveinbergsson GK 148 högg.

2 . Elís Rúnar Elísson GKJ 157 högg

2 . Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 162 högg.

3 . Eggert Kristján Kristmundsson GR 162 högg.

Telpur 15-16 ára.

1 . Guðrún Pétursdóttir GR 79 högg.

2 . Anna Sólveig Snorradóttir GK 84 högg.

3 . Særós Eva Óskarsdóttir GKG 85 högg.

Drengir 15-16 ára.

1 . Ísak Jasonarson GK 74 högg.

2 . Bogi Ísak Bogason GR 79 högg.

3 . Egill Ragnar Gunnarsson GKG 81 högg.

Stúlkur 17-18 ára.

1 . Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 78 högg.

2 . Högna K. Knútsdóttir GK 82 högg.

3 . Halla Björk Ragnarsdóttir GR 83 högg.

Piltar 17-18 ára.

1 . Magnús Björn Sigurðsson GR 71 högg.

2 . Halldór Atlason GR 73 högg.

3 . Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 73 högg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×