Laxar að stökkva við ósa Leirvogsár og Elliðaánna Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2011 15:13 Fossinn í Elliðaánum Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn. Það sáust þó laxar í Fossinum, Neðri-Móhyl og Teljarastreng, og þar af einn nokkuð vænn fyrir Elliðaárnar. Menn voru að skjóta á að hann væri 12-15 pund. Og við ósa Leirvogsár mátti líka greinilega sjá laxa stökkva við fjöruna í aðfallinu. Leirvogsá opnar 25. júní og það má klárlega reikna með að þeir sem opna ánna verði í fiski. Vatn í ánni er ágætt og vatnsstaðan almennt talin góð þannig að menn vona að þurrkurinn frá því í fyrra endurtaki sig ekki, en áin var suma dagana hálf óveiðanleg vegna þurrka og hita. Áin gaf 777 laxa í fyrra og það verður gaman að sjá hvort gefi meira í sumar en áin hafði alla burði til að fara yfir þessa tölu í fyrra ef veðrið hefði verið betra. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði
Þeir sem taka sér göngutúr á Geirsnefi eða við ósa Leirvogsá eiga líklega eftir að sjá laxa á lofti af og til þegar það fer að falla að. Á seinna flóðinu í gær sáust laxar stökkva við útfall Elliðaánna án þess að renna sér alla leið upp í ánna. Það var hægt að fylgjast með þegar þeir syntu áleiðis upp að neðsta veiðistaðnum og dóla þar fram og til baka í smá stund, en þegar það fór að falla frá létu þeir sig hverfa án þess að ganga upp í ánna. Það má þó vel vera að einhverjir hafi sloppið frá hjá vökulum augum þeirra sem horfðu á þetta, en þegar Breiðan var skimuð virtist ekkert hafa gengið upp í þetta sinn. Það sáust þó laxar í Fossinum, Neðri-Móhyl og Teljarastreng, og þar af einn nokkuð vænn fyrir Elliðaárnar. Menn voru að skjóta á að hann væri 12-15 pund. Og við ósa Leirvogsár mátti líka greinilega sjá laxa stökkva við fjöruna í aðfallinu. Leirvogsá opnar 25. júní og það má klárlega reikna með að þeir sem opna ánna verði í fiski. Vatn í ánni er ágætt og vatnsstaðan almennt talin góð þannig að menn vona að þurrkurinn frá því í fyrra endurtaki sig ekki, en áin var suma dagana hálf óveiðanleg vegna þurrka og hita. Áin gaf 777 laxa í fyrra og það verður gaman að sjá hvort gefi meira í sumar en áin hafði alla burði til að fara yfir þessa tölu í fyrra ef veðrið hefði verið betra.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði