Aron Kristjánsson er orðinn þjálfari Hauka á nýjan leik en hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð þegar hann þjálfaði liðið frá 2007-2010.
Aron hætti með Haukaliðið fyrir ári síðan og gerðist þjálfari þýska liðsins Hannover-Burgdorf. Hann var látinn fara frá þýska liðinu í febrúar og hefur nú endanlega gengið frá starfslokum við félagið.
Gunnar Berg Viktorsson sem tók við Haukaliðinu í vetur þegar Halldór Ingólfsson, eftirmaður Arons, var látinn fara verður aðstoðarmaður Arons.
