Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:38 Vonandi gengur veiðin vel næstu daga Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina. Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Það er víst að veiðimenn landsins eru orðnir langþreyttir á þessu kuldaveðri sem hefur legið yfir landinu undanfarnar vikur. Hitinn í kortunum þessa vikuna er til dæmis hvergi mikið yfir 9 gráðum og víða fyrir norðan og inná hálendi á að frysta í nótt og jafnvel snjóa. Þetta gerir það að verkum að lífríkið er ekki almennilega farið af stað og vötnin ennþá mjög köld. En það er samt vonarglæta í spánni um helgina. Loksins sjáum við fram á tveggja stafa hitatölur um helgina, en athugið að um langtímaspá er að ræða. Það má gera ráð fyrir að vötnin fyrir norðan fari þá loksins í gang og að veiðin fari í fullann gír um allt land. það má benda mönnum til dæmis á vötnin í Svínadal, Þingvallavatn, Elliðavatn, Hítarvatn, Baulaárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Úlfljótsvatn. Þessi vötn gætu öll farið í gang ef það gengur eftir að það hlýni loksins um helgina.
Stangveiði Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði