Opnunarhollið í Norðurá hefur tekið saman stangirnar Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2011 15:32 Við Norðurá Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Menn voru frekar óheppnir í morgun, þá misstust nokkrir laxar í frekar köldu veðri og virðist sem að tökur hafi verið grannar. Sem fyrr urðu veiðimenn varir við lax á Brotinu, á Eyrinni og á Stokkhylsbroti. Með smá heppni hefði því fimmtán laxa spá Bjarna Júlíussonar auðveldlega getað ræst. Á svæðinu Norðurá II kom fyrsti laxinn á land í morgun, og sá var plataður upp í flugu sem beitt var með Portlandsbragði, eða "hitchi". Það var Elfar Friðriksson sem náði þar fallegum laxi í innanverðri Skeifunni en skömmu áður hafði verið sett í lax á sama stað sem misstist. Gott vatn er enn í Norðurá þó hún hafi fallið mikið síðasta sólarhringinn. Orsökin virðist liggja í minni snjóbráð sökum kulda á heiðum. Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði
Opnunarhollið í Norðurá endaði í tólf löxum. Einn lax fékkst í morgun á svæðinu Norðurá II, grálúsugur 80 cm fiskur í Skeifunni að austanverðu. Menn voru frekar óheppnir í morgun, þá misstust nokkrir laxar í frekar köldu veðri og virðist sem að tökur hafi verið grannar. Sem fyrr urðu veiðimenn varir við lax á Brotinu, á Eyrinni og á Stokkhylsbroti. Með smá heppni hefði því fimmtán laxa spá Bjarna Júlíussonar auðveldlega getað ræst. Á svæðinu Norðurá II kom fyrsti laxinn á land í morgun, og sá var plataður upp í flugu sem beitt var með Portlandsbragði, eða "hitchi". Það var Elfar Friðriksson sem náði þar fallegum laxi í innanverðri Skeifunni en skömmu áður hafði verið sett í lax á sama stað sem misstist. Gott vatn er enn í Norðurá þó hún hafi fallið mikið síðasta sólarhringinn. Orsökin virðist liggja í minni snjóbráð sökum kulda á heiðum.
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Góðar göngur af vorlaxi á Írlandi Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði