Hljómsveitin Gus gus er þessa daganna í blússandi uppsveiflu eftir útgáfu áttundu breiðskífu sinnar Arabian Horse í síðustu viku. Fimm stjörnu dómar birtast nú í hverjum prentmiðli á fætur öðrum.
Annar stoðveggur sveitarinnar, Birgir Þórarinsson, ætlar að opinbera sig fyrir aðdáendum sínum næsta sunnudag og leyfa þeim að heyra hvaða tónlist hann hlustar á í hjáverkum. Jafnvel ætlar hann að opinbera helstu áhrifavalda sína. Semsagt, Biggi Veira verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu 977.
Gus gus eru þessa daganna að undirbúa heljarinnar útgáfuveislu er haldin verður á Nasa þann 18. júní næstkomandi. Miðar seldust upp í forsölu á mettíma - en eflaust verður hægt að kaupa þá örfáu miða sem eftir eru við hurð.
Svo verða Gus gus auðvitað eitt aðal númerið á Bestu útihátíðinni í sumar ásamt Quarashi.
Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
