Rory McIlroy sigraði með fáheyrðum yfirburðum á US Open Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. júní 2011 23:32 Rory McIlroy sigraði með ótrúlegum yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16.Lokastaðan: Gamla metið var í eigu Tiger Woods sem lék samtals á -12 árið 2000 á Pebble Beach. Yfirburðir McIlroy voru gríðarlegir á Congressional vellinum og virtist sem að hinn ungi Norður-Íri væri að leika sér í tölvuleik en hann gerði nánast engin mistök alla fjóra keppnisdagana. Jason Day frá Ástralíu lék vel á lokahringnum og endaði hann í öðru sæti á -8. Day lék 45 holur í röð á mótinu án þess að fá skolla. Y.E Yang frá Suður-Kóreu náði sér ekki á strik á lokadeginum en hann mátti sætta sig við að enda í 3. sæti á -6 ásamt fleiri kylfingum eftir að hafa gert ótal mistök á lokaholunum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu kemur frá Norður-Írlandi en Graeme McDowell sigraði í fyrra. McDowell blandaði sér aldrei í baráttuna en hann lék samtals á -2 og endaði í 14.-19. sæti. Hinn 22 ára gamli McIlroy er yngsti sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu frá því að Bobby Jones sigraði á mótinu árið 1923. Þetta er aðeins fjórði sigur hans á atvinnumóti á ferlinum. Hann hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og einu sinni á bandarísku PGA mótaröðinni. Að sjálfsögðu er þetta besti árangur hans á stórmóti. Hann varð 15. á Mastersmótinu á þessu ári eftir að hafa verið efstur í 63 holur af alls 72. Í fyrra endaði hann í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu og hann hefur tvívegis endað í þriðja sæti á PGA meistaramótinu. McIlroy er yngsti evrópski kylfingurinn sem sigrar á stórmóti frá því að Tom Morris Jr. sigraði á opna breska meistaramótinu fyrir um 140 árum. Stórmótin fjögur sem fram fara í atvinnugolfinu árlega eru: Mastersmótið á Augusta, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. McIlroy setti mótsmet með lægsta skori frá upphafi á opna bandaríska eftir 36 holur og 54 holur. Besta skor á þessu móti var -12 en það setti Tiger Woods árið 2000 á Pebble Beach. Phil Mickelson náði sér aldrei á strik á þessu stórmóti sem hann hefur enn ekki náð að vinna. Mickelson endaði um miðjan hóp á samtals +7. Luke Donald, efsti kylfingur heimslistans, náði ekki að brjóta ísinn og vinna stórmót í fyrsta sinn. Donald lék vel á lokahringnum eða 69 höggum, en samtals var hann á +4 í kringum 40. sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti heimslistans var langt frá sínu besta og lék samtals á +3. Greg Norman, eða „Hvíti hákarlinn" sagði í sjónvarpsviðtali að golfveröldin hafi misst einn af mestu snillingum golfsögunnar, Seve Ballesteros, sem lést nýverið eftir erfið veikindi. Norman bætti því við að nýr „snillingur" væri komin á sjónarsviðið. Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi. Golf Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16.Lokastaðan: Gamla metið var í eigu Tiger Woods sem lék samtals á -12 árið 2000 á Pebble Beach. Yfirburðir McIlroy voru gríðarlegir á Congressional vellinum og virtist sem að hinn ungi Norður-Íri væri að leika sér í tölvuleik en hann gerði nánast engin mistök alla fjóra keppnisdagana. Jason Day frá Ástralíu lék vel á lokahringnum og endaði hann í öðru sæti á -8. Day lék 45 holur í röð á mótinu án þess að fá skolla. Y.E Yang frá Suður-Kóreu náði sér ekki á strik á lokadeginum en hann mátti sætta sig við að enda í 3. sæti á -6 ásamt fleiri kylfingum eftir að hafa gert ótal mistök á lokaholunum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu kemur frá Norður-Írlandi en Graeme McDowell sigraði í fyrra. McDowell blandaði sér aldrei í baráttuna en hann lék samtals á -2 og endaði í 14.-19. sæti. Hinn 22 ára gamli McIlroy er yngsti sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu frá því að Bobby Jones sigraði á mótinu árið 1923. Þetta er aðeins fjórði sigur hans á atvinnumóti á ferlinum. Hann hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og einu sinni á bandarísku PGA mótaröðinni. Að sjálfsögðu er þetta besti árangur hans á stórmóti. Hann varð 15. á Mastersmótinu á þessu ári eftir að hafa verið efstur í 63 holur af alls 72. Í fyrra endaði hann í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu og hann hefur tvívegis endað í þriðja sæti á PGA meistaramótinu. McIlroy er yngsti evrópski kylfingurinn sem sigrar á stórmóti frá því að Tom Morris Jr. sigraði á opna breska meistaramótinu fyrir um 140 árum. Stórmótin fjögur sem fram fara í atvinnugolfinu árlega eru: Mastersmótið á Augusta, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. McIlroy setti mótsmet með lægsta skori frá upphafi á opna bandaríska eftir 36 holur og 54 holur. Besta skor á þessu móti var -12 en það setti Tiger Woods árið 2000 á Pebble Beach. Phil Mickelson náði sér aldrei á strik á þessu stórmóti sem hann hefur enn ekki náð að vinna. Mickelson endaði um miðjan hóp á samtals +7. Luke Donald, efsti kylfingur heimslistans, náði ekki að brjóta ísinn og vinna stórmót í fyrsta sinn. Donald lék vel á lokahringnum eða 69 höggum, en samtals var hann á +4 í kringum 40. sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti heimslistans var langt frá sínu besta og lék samtals á +3. Greg Norman, eða „Hvíti hákarlinn" sagði í sjónvarpsviðtali að golfveröldin hafi misst einn af mestu snillingum golfsögunnar, Seve Ballesteros, sem lést nýverið eftir erfið veikindi. Norman bætti því við að nýr „snillingur" væri komin á sjónarsviðið. Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi.
Golf Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira