Valskonur slógu Breiðablik út úr bikarnum þriðja árið í röð með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í 16 liða úrslitum Valitor-bikars kvenna sem fram fór á Kópavogsvellinum í dag. Grindavík, FH og KR komust einnig áfram í átta liða úrslitin í dag.
Valsliðið hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og var að vinna sinn áttunda bikarleik í röð en Valur sló Breiðablik einnig út úr 16 liða úrslitunum á Kópavogsvellinum í fyrra. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði sigurmark Vals strax á 6. mínútu leiksins og staðan breyttist ekkert þrátt fyrir ágæt færi hjá báðum liðum það sem eftir lifði leiks.
Shaneka Gordon skoraði þrennu í fyrri hálfleik í 5-0 sigri Grindavíkur á Fjölni í Grafarvogi en Grindavíkurliðið er stigalaust á botni Pepsi-deildarinnar. Saga Kjærbech Finnbogadóttir og Dernelle L Mascall skoruðu hin tvö mörkin í þessum fyrsta sigri Grindavíkur í sumar.
KR lenti í miklum vandræðum með B-deildarlið Selfoss en Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir tryggði Vesturbæjarliðinu sigurinn með því að skora þrennu í leiknum. KR komst í 2-0 og í 4-2 í leiknum.
FH-liðið fór á kostum í Kaplakrika og vann 8-0 stórsigur á ÍA í síðasta leik dagsins. Aldís Kara Lúðvíksdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum. Bryndís Jóhannesdóttir átti stórleik fyrir FH, skoraði tvö mörk og lagði upp fimm.
Stjarnan, Fylkir, ÍBV og Afturelding komust áfram í átta liða úrslitin í gær.
Úrslit og markaskorarar í Valitor-bikar kvenna í dag:Fjölnir-Grindavík 0-5
0-1 Shaneka Gordon (3.), 0-2 Saga Kjærbech Finnbogadóttir (25.), 0-3 Shaneka Gordon (38.), 0-4 Shaneka Gordon (44.), 0-5 Dernelle L Mascall (78.).
Selfoss-KR 3-4
0-1 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (8.), 0-2 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (38.), 1-2 Anna Þorsteinsdóttir (60.), 2-2 Anna María Friðgeirsdóttir (54.), 2-3 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir (75.), 2-4 Freyja Viðarsdóttir (90.), 3-4 Anna Þorsteinsdóttir (90.+1).
Breiðablik-Valur 0-1
0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (6.).
FH-ÍA 8-0
1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (16.), 2-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (42.), 3-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (45.), 4-0 Bryndís Jóhannesdóttir (47., víti), 5-0 Bryndís Jóhannesdóttir (53.), 6-0 Aldís Kara Lúðvískdóttir (67.), 7-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (71.), 8-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (87.)
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net
Kristín Ýr hetja Valskvenna - Grindavík, FH og KR líka áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn