Tölvuþrjótar ráðast á heimasíðu EVE Online 14. júní 2011 17:51 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Alræmdu tölvuþrjótarnir í hópnum LulzSec tilkynntu rétt í þessu árás á heimasíðu tölvuleiks CCP, EVE Online. „Við þurrkuðum út login server fyrir Eve Online, og tókum heimasíðuna þeirra óvart niður í leiðinni," var skrifað á Twitter-síðu LulzSec klukkan 17. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann nú fyrir stundu en þá mátti sjá skilaboð þar sem vandræðin eru afsökuð á heimasíðu EVE. Tölvuhakkararnir LulzSec hafa farið hamförum síðustu mánuði. Þeir hökkuðu sig inn á Playstation-vefþjóna Sony með þeim afleiðingum að persónuuplýsingar hundruða þúsunda voru í hættu. Sony lenti í miklum vandræðum út af þessu en hópurinn segist vera mikið á móti fyrirtækinu og ætlar sér að knésetja það. Þess ber að geta að CCP tilkynnti viðamikinn samstarfssamning við Sony í síðustu viku. LulzSec hakkaði sig einnig inn á innri vef Öldungadeildar Bandaríkjaþings nýlega og birti upplýsingar þaðan opinberlega. Hópurinn hefur einnig hakkað sig inn hjá fyrirtækjum tengdum FBI og hjá breska heilbrigðisráðuneytinu, stolið notendaupplýsingum af klámsíðum og birt falsaðar fréttir hjá bandarísku fréttastofunni PBS.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira