Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 12. júní 2011 08:00 Luke Donald er efstur á heimslistanum. AP Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira