Annað stigamót ársins fer fram í Eyjum um helgina 10. júní 2011 10:26 Arnar Snær Hákonarson varð annar á fyrsta stigamótinu sem fram fór á Akranesi. Mynd/golf.is Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi. Vestmannaeyjavöllur er í fínu ástandi miðað við árstíma og hafa starfsmenn vallarins unnið hörðum höndum að því að gera völlinn enn betri á undanförnum vikum. Axel Bóasson úr GK sem sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamótinu keppir í Danmörku um helgina ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni úr GR. Sigmundur Einar Másson úr GKG keppir á atvinnumannamóti í Svíþjóð og Ólafur Björn Loftsson úr NK er fjarverandi en hann undirbýr sig fyrir opna breska áhugamannamótið sem fram fer í næstu viku. Alls eru 65 keppendur skráðir til leiks í karlaflokki og 18 í kvennaflokknum. Leiknar verða 36 holur á morgun laugardag og 18 holur á sunnudag. Þriðja mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnafirði helgina 24.-26. Júní þar sem leiknir verða 3 hringi á þremur dögum. Stigahæstir í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni: 1. Axel Bóasson, GK 1500.00 stig 2. Arnar Snær Hákonarson, GR 1200.00 stig 3. Stefán Már Stefánsson, GR 1065.00 stig 4. Örvar Samúelsson, GA 907.50 stig 5. Helgi Birkir Þórisson, GSE 907.50 stig 6. Haraldur Franklín Magnús, GR 787.50 stig 7. Sigurjón Arnarsson, GR 637.50 stig 8. Sigmundur Einar Másson, GKG 637.50 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 637.50 stig 10. Kristján Þór Einarsson, GKj. 517.50 stig 11. Örn Ævar Hjartarson, GS 517.50 stig Stigahæstar í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,GK 1500.00 stig 2. Signý Arnórsdóttir, GK 1200.00 stig 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 1008.75 stig 4. Heiða Guðnadóttir, GKj 1008.75 stig 5. Nína Björk Geirsdóttir, GKj 862.50 stig 6. Sunna Víðisdóttir, GR 787.50 stig 7 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 712.50 stig 8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 600.00 stig 9. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 600.00 stig 10.Ragna Björk Ólafsdóttir, GK 532.50 stig Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Annað stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram í Vestmannaeyjum um helgina og verða leiknar 54 holur að þessu sinni. Aðeins 83 keppendur eru skráðir til leiks og sigurvegararnir frá fyrsta stigamóti ársins sem fram fór á Garðavelli á Akranesi eru báðir fjarverandi. Vestmannaeyjavöllur er í fínu ástandi miðað við árstíma og hafa starfsmenn vallarins unnið hörðum höndum að því að gera völlinn enn betri á undanförnum vikum. Axel Bóasson úr GK sem sigraði með yfirburðum á fyrsta stigamótinu keppir í Danmörku um helgina ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni úr GR. Sigmundur Einar Másson úr GKG keppir á atvinnumannamóti í Svíþjóð og Ólafur Björn Loftsson úr NK er fjarverandi en hann undirbýr sig fyrir opna breska áhugamannamótið sem fram fer í næstu viku. Alls eru 65 keppendur skráðir til leiks í karlaflokki og 18 í kvennaflokknum. Leiknar verða 36 holur á morgun laugardag og 18 holur á sunnudag. Þriðja mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnafirði helgina 24.-26. Júní þar sem leiknir verða 3 hringi á þremur dögum. Stigahæstir í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni: 1. Axel Bóasson, GK 1500.00 stig 2. Arnar Snær Hákonarson, GR 1200.00 stig 3. Stefán Már Stefánsson, GR 1065.00 stig 4. Örvar Samúelsson, GA 907.50 stig 5. Helgi Birkir Þórisson, GSE 907.50 stig 6. Haraldur Franklín Magnús, GR 787.50 stig 7. Sigurjón Arnarsson, GR 637.50 stig 8. Sigmundur Einar Másson, GKG 637.50 9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 637.50 stig 10. Kristján Þór Einarsson, GKj. 517.50 stig 11. Örn Ævar Hjartarson, GS 517.50 stig Stigahæstar í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir,GK 1500.00 stig 2. Signý Arnórsdóttir, GK 1200.00 stig 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 1008.75 stig 4. Heiða Guðnadóttir, GKj 1008.75 stig 5. Nína Björk Geirsdóttir, GKj 862.50 stig 6. Sunna Víðisdóttir, GR 787.50 stig 7 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 712.50 stig 8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 600.00 stig 9. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 600.00 stig 10.Ragna Björk Ólafsdóttir, GK 532.50 stig
Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira