Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2011 12:38 Mynd: www.votnogveidi.is Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði. Til marks um þessa fínu veiði eru þessar myndir sem við fengum hjá hópi danskra veiðimanna sem þar voru fyrir skemmstu. Eins og sjá má af myndefninu eru stórir og glæsilegir urriðar í ánni. Litlaá virðist hafa verið að breytast nokkuð sem veiðiá síðustu árin, menn finna fyrir því að staðbundinn urriði hefur styrkst mjög sem stofn og þar sem lífríki árinnar er með afbrigðum auðugt og gefandi, þá ná þessir fiskar mikilli stærð. Þá er öllum fiski sleppt þannig að af nógu er jafnan að taka. Hér er linkur á magnaða myndasyrpu úr Litlu á: https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3885 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði
Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði. Til marks um þessa fínu veiði eru þessar myndir sem við fengum hjá hópi danskra veiðimanna sem þar voru fyrir skemmstu. Eins og sjá má af myndefninu eru stórir og glæsilegir urriðar í ánni. Litlaá virðist hafa verið að breytast nokkuð sem veiðiá síðustu árin, menn finna fyrir því að staðbundinn urriði hefur styrkst mjög sem stofn og þar sem lífríki árinnar er með afbrigðum auðugt og gefandi, þá ná þessir fiskar mikilli stærð. Þá er öllum fiski sleppt þannig að af nógu er jafnan að taka. Hér er linkur á magnaða myndasyrpu úr Litlu á: https://www.votnogveidi.is/frettir/eru-thau-ad-faann/nr/3885 Birt með góðfúslegu leyfi Vötn og Veiði
Stangveiði Mest lesið Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Þykkur ís og nóg af fiski í Reynisvatni Veiði Breyttar reglur á viðisvæðum Strengja Veiði Lax í Elliðaám Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Að eiga sér uppáhalds veiðistað Veiði