Valdís Þóra Jónsdóttir jók forystu sína á öðrum keppnisdegi þriðja stigamóts ársins í Eimskipsmótaröðinni. Mótið fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði.
Valdís Þóra, sem keppir fyrir GL á Akranesi, lék á 72 höggum í dag, einu höggi yfir pari vallarins, og er samtals á tveimur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo dagana.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, kemur næst sex höggum á eftir en hún lék einnig á 72 höggum í dag. Tinna Jóhannsdóttir, GK, er í þriðja sæti á átta höggum yfir pari.
Keppni lýkur á morgun og er hægt er að fylgjast með gangi mála á golf.is/skor.
