Rory McIlroy er heitasta nafnið í golfinu þessa dagana eftir að hinn 22 ára gamli Norður-Íri sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Tiger Woods þarf að sætta sig við að sitja í skugganum af McIlroy þessa stundina.
Þeir eiga það sameiginlegt að hæfileikar þeirra voru augljósir á barnsaldri. Nú er búið að grafa upp myndband þar sem McIlroy var gestur í vinsælum spjallþætti í heimalandinu árið 1999. McIlroy var þá 9 ára gamall og hafði nýverið sigrað á heimsmeistaramóti undir 10 ára á Flórída í Bandaríkjunum og hann sýndi fín tilþrif í sjónvarpssalnum.
Myndband af Rory McIlroy í spjallþætti frá árinu 1999
Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

