Íslenskir höfundar á 30 stöðum í Köln 20. júní 2011 15:50 Um helgina hófst alþjóðleg barna- og unglingabókahátíð sem haldin er árlega í Köln í Þýskalandi. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Sagenhaft!“ og munu sex íslenskir rithöfundar lesa í bókasöfnum og skólum í Köln. Hátíðin er skipulögð af SK Stiftung Kultur sem óskaði sérstaklega eftir íslenskum rithöfundum vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hátíðin stendur yfir í tvær vikur. Fyrri vikuna lesa höfundarnir Björk Bjarkadóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gerður Kristný og Kristín Steinsdóttir upp úr verkum sínum á um 30 stöðum í borginni en í þeirri seinni kynna Brian Pilkington og Þórarinn Leifsson bækur sínar. Dagskrá barnabókahátíðarinnar var kynnt formlega fyrir þýskum blaðamönnum laugardaginn 18. júní. Um leið var sýning um Nonna (Jón Sveinsson) opnuð í Domforum, gegnt dómkirkjunni í Köln, þar sem fjölmargir gestir ganga um daglega. Hulda Sif Hermannsdóttir, fulltrúi Nonnahúss á Akureyri, ávarpaði fundinn og leiddu rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir og þýðandinn og Nonnavinurinn Gert Kreutzer hlustendur inn í verk og lífshlaup Nonna, víðlesnasta barnabókahöfundar Íslendinga. Hátíðin var svo opnuð formlega með uppfærslu Brúðuheima á Gilitrutt, sunnudaginn 19. júní. Leikgerðin er unnin af Bernd Ogrodnik og var verkinu vel tekið, uppselt var á sýninguna og lauk henni með miklu lófaklappi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér (á þýsku): www.sk-kultur.de/buchwochen11/#anfang Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um helgina hófst alþjóðleg barna- og unglingabókahátíð sem haldin er árlega í Köln í Þýskalandi. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Sagenhaft!“ og munu sex íslenskir rithöfundar lesa í bókasöfnum og skólum í Köln. Hátíðin er skipulögð af SK Stiftung Kultur sem óskaði sérstaklega eftir íslenskum rithöfundum vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hátíðin stendur yfir í tvær vikur. Fyrri vikuna lesa höfundarnir Björk Bjarkadóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gerður Kristný og Kristín Steinsdóttir upp úr verkum sínum á um 30 stöðum í borginni en í þeirri seinni kynna Brian Pilkington og Þórarinn Leifsson bækur sínar. Dagskrá barnabókahátíðarinnar var kynnt formlega fyrir þýskum blaðamönnum laugardaginn 18. júní. Um leið var sýning um Nonna (Jón Sveinsson) opnuð í Domforum, gegnt dómkirkjunni í Köln, þar sem fjölmargir gestir ganga um daglega. Hulda Sif Hermannsdóttir, fulltrúi Nonnahúss á Akureyri, ávarpaði fundinn og leiddu rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir og þýðandinn og Nonnavinurinn Gert Kreutzer hlustendur inn í verk og lífshlaup Nonna, víðlesnasta barnabókahöfundar Íslendinga. Hátíðin var svo opnuð formlega með uppfærslu Brúðuheima á Gilitrutt, sunnudaginn 19. júní. Leikgerðin er unnin af Bernd Ogrodnik og var verkinu vel tekið, uppselt var á sýninguna og lauk henni með miklu lófaklappi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér (á þýsku): www.sk-kultur.de/buchwochen11/#anfang
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira