Guðmundur og Ólafur í 4. sæti á EM - Ísland mætir Noregi í dag Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. júlí 2011 09:45 Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á EM í golfi og endaði í fjórða sæti í einstaklingskeppninni ásamt Ólafi B. Loftssyni. Mynd/GVA Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61 Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi mætir Norðmönnum í dag í fyrstu umferð í B-riðli á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Portúgal. Íslendingar enduðu í 10. sæti eftir höggleikinn sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana. Samtals lék íslenska liðið á 2 höggum undir pari en Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR fór á kostum í gær þegar hann lék á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Guðmundur og Ólafur Björn Loftsson deildu fjórða sætinu í einstaklingskeppninni á samtals -6 höggum undir pari. Scott Fernandez frá Spáni lék best allra í höggleiknum eða -9 (66-69), landi hans Adrian Otaeque varð annar á -7 (67-70) og Thomas Pieters frá Belgíu lék einnig á -7 (70-67). Axel Bóasson úr GK lék einnig undir pari í gær eða á 71 höggi, -1. Ólafur Loftsson úr Nesklúbbnum lék á pari eða 72 höggum. Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Arnar Snær Hákonarson (GR) og Guðjón Henning Hilmarsson (GKG) léku allir á +4 eða 76 höggum. Liðinum 20 var raðað í þrjá riðla eftir skori eftir höggleikskeppnina. Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli, 9-16 í B-riðli og 17-20 í C-riðli. Þær þjóðir sem enda í 13 efstu sætunum halda keppnisrétti sínum á Evrópumeistaramótinu.Lokastaðan eftir höggleikinn:A-riðill: 1. Spánn -24 2. Þýskaland -20 3. Frakkland -18 4. Finnland -12 5. Sviss -12 6. Írland -12 7. Skotland -12 8. Svíþjóð -12B-riðill 9. England -4 10. Ísland -2 11. Austurríki -1 12. Holland -1 13. Danmörk par 14. Ítalía +2 15. Noregur +7 16. Wales +10C-riðill 17. Portúgal +10 18. Belgía +17 19. Slóvakía +19 20. Rússland +61
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira