Norður –Írinn Rory McIlroy hefur vakið gríðarlega athygli frá því hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á dögunum. Hinn 22 ára gamli kylfingur veit vart aura sinna tal eftir velgengnina undanfarin ár og hann hefur látið útbúa magnað æfingasvæði í bakgarðinum á heimili sínu.
Smelltu hér til að sjá myndbandið.
Fréttamenn BBC, sem eru að vinna að heimildarþætti um Rory, fengu að skoða aðstöðuna. Þar er hægt að líkja eftir aðstæðum á nánast hvaða velli sem er og vallarstarfsmenn hafa gert „bakgarðinn" að glæsilegum leikvelli sem margir kylfingar öfunda Rory af.
Rory McIlroy er sigurstranglegur fyrir opna breska meistaramótið sem fer fram á Sandwich vellinum um miðjan júlí. Fátt ætti að koma honum á óvart á því móti ef miðað er við æfingaaðstöðuna sem hann hefur yfir að ráða. Sjón er sögu ríkari.
Rory McIlroy er með frábært æfingasvæði í bakgarðinum
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



