Það var ótrúleg spenna þegar ÍBV tók á móti Aftureldingu í átta liða úrslitum Valitors-bikars kvenna. Úrslit fengust ekki fyrr en í bráðabana eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Afturelding hafði betur að lokum.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og ekki tókst liðunum heldur að skora í framlengingunni.
Eftir fimm vítaspyrnur var staðan 3-3 og þess vegna varð að grípa til bráðabana.
Í bráðabananum tryggði Halldóra Þóra Birgisdóttir Aftureldingu sigur í þriðju umferð bráðabanas. Afturelding er því komið í undanúrslit.
Upplýsingar frá mbl.is.
Afturelding í undanúrslit eftir bráðabana
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
