Íslensk sirkussýning frumsýnd í kvöld 1. júlí 2011 10:38 Sirkus Íslands hefur unnið hörðum höndum að nýjustu sýningunni, Ö-Faktor, sem verður frumsýnd í dag. Mynd/Sirkus Íslands Sirkus Íslands frumsýnir í kvöld sýninguna Ö-Faktor, og er það þriðja fjölskyldusýningin sem sirkusinn setur upp frá því hann var settur á fót árið 2007, en um sex þúsund manns sáu síðustu sýningu hópsins, Sirkus Sóley. Sirkusinn samanstendur nánast eingöngu af Íslendingum en hópurinn starfar undir leiðsögn ástralsks sirkuslistamanns, Lee Nelson, sem margir þekkja eflaust betur í dulagervi trúðsins Wally, sem oft skýtur upp nefinu í miðborginni þegar vel viðrar. Lee ætlaði upphaflega að staldra stutt við á landinu, en Ástralinn varð ástfanginn og hefur nú búið hér í fimm ár. Sýningin Ö-Faktor er sett upp í anda raunveruleikaþátta sem aflað hafa mikilla vinsælda í sjónvarpi víða um heim, en í sýningunni munu sirkuslistamennirnir keppast við að heilla dómara og áhorfendur með ýmsum brögðum. Sýningargestum verður boðið upp á loftfimleika, áhættuatriði, húllahringi og dans svo dæmi séu nefnd en nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á Facebook síðu sirkussins og Midi.is. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sirkus Íslands frumsýnir í kvöld sýninguna Ö-Faktor, og er það þriðja fjölskyldusýningin sem sirkusinn setur upp frá því hann var settur á fót árið 2007, en um sex þúsund manns sáu síðustu sýningu hópsins, Sirkus Sóley. Sirkusinn samanstendur nánast eingöngu af Íslendingum en hópurinn starfar undir leiðsögn ástralsks sirkuslistamanns, Lee Nelson, sem margir þekkja eflaust betur í dulagervi trúðsins Wally, sem oft skýtur upp nefinu í miðborginni þegar vel viðrar. Lee ætlaði upphaflega að staldra stutt við á landinu, en Ástralinn varð ástfanginn og hefur nú búið hér í fimm ár. Sýningin Ö-Faktor er sett upp í anda raunveruleikaþátta sem aflað hafa mikilla vinsælda í sjónvarpi víða um heim, en í sýningunni munu sirkuslistamennirnir keppast við að heilla dómara og áhorfendur með ýmsum brögðum. Sýningargestum verður boðið upp á loftfimleika, áhættuatriði, húllahringi og dans svo dæmi séu nefnd en nánari upplýsingar um sýninguna má nálgast á Facebook síðu sirkussins og Midi.is.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira